Heyrnartól með LED lýsingu
Nýjasta módelið af 3CC heyrnartólunum sem hafa verið um langa tíð hjá okkur og selst í hundraða tali. Þessi eru enn kraftmeiri með 5.0 bluetooth. Á þeim er takkaborð, hægt að tengja við síma, tölvur, ipada og allt sem er með bluetooth móttakara ásamt ýmsu fleira. Við vottum að um frábæran hljóm sé að ræða!
Um heyrnartólin:
|
![]() |
JK vörur
Það má með sanni segja að JK vörur séu rekin með metnað og ástríðu. Miklum tíma er eytt í að finna réttu vörurnar á rétta verðinu þannig að hægt sé að bjóða viðskiptavinum besta mögulega verðið. Markmið okkar er að vera með vörur sem eru ekki á hverju strái og sumar hverjar jafnvel ekki til hérna heima. Raftækjamarkaðurinn á heimsvísu er stærri en fólk grunar og ótrúlegustu tól og tæki eru fundin upp á degi hverjum.
Við reynum eftir okkar bestu getu að vera með puttann á þeim púlsi dag frá degi og þar af leiðandi bjóða upp á vörur sem tilheyra þekktum vöruflokkum, en eru um leið spennandi og öðruvísi.