Skilmálar Hópkaupa

1 Almenn ákvæði

Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru á vefnum www.hopkaup.is, sem er rekinn af Wedo ehf., kt. 430910–0190, Smáratorg 3, 201 Kópavogi, – í skilmálum þessum nefnt Hópkaup. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Hópkaupa annars vegar og kaupanda vöru hins vegar.

„Söluaðili“ er fyrirtæki sem býður vöru eða þjónustu til sölu á hópkaup.is.

„Kaupandi“ er einstaklingur sem er aðili samnings en stundar ekki viðskipti eða aðra athafnastarfsemi, þ.e. einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu í skilningi laga um neytendakaup.

Hópkaup selja inneignarbréf vegna kaupa á vöru eða þjónustu, hér eftir nefnd Hópkaupsbréf. Hópkaupsbréf veitir kaupanda rétt til að fá vöru eða þjónustu afhenta frá söluaðila. Bréfið tekur eingöngu til þeirrar vöru eða þjónustu sem tiltekin er á bréfinu. Hópkaup bera ekki ábyrgð á gæðum vöru eða þjónustu sem söluaðili veitir. Þegar kaupandi framvísar Hópkaupsbréfi hjá söluaðila er hlutverki Hópkaupa lokið og gengur þá í gildi samningur milli kaupanda og söluaðila sem þar með yfirtekur skyldur Hópkaupa gagnvart kaupanda og skulu þá lög um þjónustukaup nr. 42/2000 og lög um neytendakaup nr. 48/2003 gilda um réttarstöðu samningsaðila þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir.

Hópkaupsbréf verða send með tölvupósti til kaupanda þegar tilboði er lokið og greiðsla hefur borist Hópkaupum.

Verð á vefsíðunni og í útsendum póstum eru með virðisaukaskatti samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum frá söluaðila og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur. Hópkaupum er í einstökum tilfellum heimilt að breyta verði vöru eða þjónustu en þá aðeins til lækkunar.

2. Persónuupplý­singar

Hópkaup meðhöndla persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Persónuupplýsingar sem berast Hópkaupum eru skráðar rafrænt í gagnagrunn Hópkaupa og aðeins umsjónaraðili kerfisins hefur aðgang að þeim. Persónuupplýsingar eru ekki veittar þriðja aðila.

Við kaup á vöru eða þjónustu veitir kaupandi Hópkaupum samþykki sitt til að safna og vinna úr persónuupplýsingum úr gagnagrunni fyrirtækisins. Úrvinnsla gagna fer fram svo lengi sem kaupandi lýsir ekki andstöðu sinni við meðferð upplýsinganna. Ef kaupandi óskar eftir að koma athugasemdum um meðhöndlun persónuupplýsinga á framfæri eða óskar eftir að persónuupplýsingum sínum verði eytt úr grunninum, skal athugasemdum komið til Hópkaupa í tölvupósti á hopkaup@hopkaup.is eða bréflega á heimilisfang Hópkaupa, Smáratorgi 3, 201 Kópavogi. Upplýsingum um kaupanda verður þá eytt úr gagnagrunninum og kaupandi upplýstur um það sérstaklega.

Hópkaup áskilja sér rétt til að nota persónuupplýsingar til að senda viðskiptavinum markpósta með tölvupósti og/eða sms-skeytum, er það gert í þeim tilgangi að veita viðskiptavinum sem besta þjónustu.

Viðskiptavinur samþykkir hljóðritun símtala milli sín og Hópkaupa sem heimil er skv. 48. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003. Með vísan í framangreint kunna símtöl milli starfsmanna Hópkaupa og viðskiptavina þeirra að vera hljóðrituð án þess að þess sé sérstaklega getið í upphafi hvers símtals, en tilgangur með hljóðritun símtala er að varðveita samskipti aðila. Hópkaup ábyrgist ekki að öll símtöl verði hljóðrituð og ber ekki ábyrgð ef símtal er ekki hljóðritað. Viðskiptavinur samþykkir að Hópkaup hafi heimild til að nýta hljóðritanir ef upp koma ósætti milli viðskiptavinar og Hópkaupa.

3. Innskráning og kaup

Við fyrstu innskráningu á www.hopkaup.is skráir kaupandi fullt nafn, kennitölu, heimilisfang og tölvupóstfang sitt. Þá fær kaupandi sendan tölvupóst á uppgefið tölvupóstfang til að ljúka við innskráningu. Við hver kaup á Hópkaupum fyllir kaupandi út umbeðnar upplýsingar og fær að lokum sent Hópkaupsbréf í tölvupósti, þ.e. ef tilboð verður virkt og greiðsla berst frá kaupanda.

Mikilvægt er að rétt tölvupóstfang sé skráð til að hægt sé að senda Hópkaupsbréf og millifærsluup­plýsingar til kaupanda.

4. Órekjanlegar fótspor (e. cookies)

Hópkaup notar Google Analytics greiningarverkfæri frá Google. Google Analytics safnar upplýsingum nafnlaust og gefur skýrslur um þróun á vefsvæðum án þess að greint sé frá stökum gestum. Analytics notar sín eigin fótspor til að fylgjast með samskiptum gesta við vefsvæði. Þessi fótspor eru notuð til að geyma upplýsingar eins og um tíma heimsóknarinnar, hvort gesturinn hafði heimsótt vefsvæðið áður og hvaða vefsvæði vísaði gestinum á vefsíðuna.

Hópkaup áskilur sér rétt til að birta notendum sínum miðaðar auglýsingar í gegnum endurmarkaðsset­ningarkerfi Google. Þær upplýsingar sem safnað er um notendur á vegum Google eru ekki rekjanlegar og ekki hýstar í gagnagrunni Hópkaupa. Google sér sjálft um hýsingu upplýsinganna og um birtingu auglýsinga tengdum þeim. Upplýsingarnar eru skráðar með aðstoð fótspora (e. cookies). Fótspor er textabútur sem er sendur frá netþjónum vefsvæða og vistaður í vafra. Eins og flest vefsvæði og leitarvélar notast Google við fótspor til þess að bæta upplifun notenda og birta persónumiðaðar auglýsingar. Fótsporin eru órekjanleg. Ofangreindar upplýsingar hjálpa Google að birta auglýsingar sem eiga við áhugamál notenda, stjórna því hversu oft þeir sjá tiltekna auglýsingu og mæla skilvirkni auglýsingaherferða. Þeir sem ekki vilja sjá auglýsingar með þessari samsvörun geta afþakkað.

5. Samningurinn

Með greiðslu staðfestir kaupandi að hann þekki gildandi skilmála Hópkaupa. Skilmálarnir eru aðgengilegir á www.hopkaup.is.

Hver kaup eru bindandi fyrir kaupendur samkvæmt skilmálum og skilyrðum Hópkaupa.

6. Greiðsla

Greiðslu getur kaupandi innt af hendi á ýmsa vegu

7. Notkun Hópkaupsbréfa

Kaupandi framvísir Hópkaupsbréfi hjá seljanda vöru/þjónustu og fær afhenta keypta vöru/þjónustu.

Skilmálar þeir er snúa að þeirri vöru eða þjónustu sem Hópkaupsbréfið er inneign á ákvarðast af söluaðila. Upplýsingar um skilmála kaupanda eru veittar bæði á vefnum www.hopkaup.is og á fylgiskjölum Hópkaupsbréfa. Um undantekningar skal semja sérstaklega við söluaðila.

8. Endurkröfur

Hópkaup skuldbinda sig til að afhenda kaupanda Hópkaupsbréf fyrir kaupum í samræmið við skilmála þessa og gildandi rétt.

Ef misræmi er milli auglýsingar á www.hopkaup.is og Hópkaupsbréfs skal kaupandi upplýstur um það skriflega innan þriggja daga frá móttöku Hópkaupsbréfsins.

Verði kaupandi var við misræmi milli keypts tilboðs og Hópkaupsbréfs skal hann tilkynna Hópkaupum það skriflega innan þriggja daga frá móttöku Hópkaupsbréfs. Hópkaup skulu tilkynna kaupanda um endurgreiðslu vöru vegna misræmis innan 30 daga frá móttöku skriflegrar tilkynningar.

Ef kaupandi fær ekki afgreidda vöru eða þjónustu þegar hann framvísar Hópkaupsbréfi hjá söluaðila, vegna vanefnda söluaðilans, áður en frestur til framvísunar rennur út, á kaupandi rétt á endurgreiðslu frá Hópkaupum.

Sæki kaupandi ekki vöru eða þjónustu áður en frestur til framvísunar Hópkaupsbréfs rennur út hefur hann fyrirgert rétti sínum til endurgreiðslu.

Hópkaup bjóða viðskiptavinum sínum vöruvernd í samræmi við ýtrustu tilmæli Neytendastofu. Ef til endurgreiðslu kemur innan 14 daga frá kaupum, skv. tilmælunum, munu Hópkaup endurgreiða kaupendum keypta vöru með bakfærslu á kreditkort, innlögn á bankareikning eða með inneign hjá Hópkaupum sem kaupendur geta ráðstafað að vild í næstu kaupum hjá Hópkaupum, allt eftir óskum kaupenda.

9. Uppsögn samnings

Hópkaup áskilja sér rétt til að falla frá samningi ef söluaðili sér sér ekki fært að afgreiða þá vöru eða þjónustu sem keypt hefur verið. Handhafi Hópkaupsbréfs fær kaup sín þá endurgreidd í því formi sem greiðsla barst til Hópkaupa. Þá geta Hópkaup fallið frá samningi ef kaupandi fer gegn skilmálum þessum hvað varðar notkun Hópkaupsbréfs. Í því tilviki á kaupandi ekki rétt á endurgreiðslu. Hópkaup skulu ávallt segja upp samningum skriflega.

Kaupandi á rétt á að rifta samningi ef Hópkaup virða ekki skyldur sínar samkvæmt Hópkaupsbréfi. Auk þess á kaupandi rétt á að rifta samningi með tölvupósti innan 14 daga frá móttöku Hópkaupsbréfs, án ástæðu og án greiðslu. Uppsögn samningsins þarf að berast Hópkaupum eigi síðar en 14 dögum frá móttöku kvittunar. Uppsögn samnings af hendi kaupanda verður alltaf að vera skrifleg.

Ef tilboð tekur ekki gildi vegna þess að lágmarksfjölda kaupenda hefur ekki verið náð fellur samningur sjálfkrafa úr gildi á sama tíma og tilboðið sjálft.

10. Annað

Hópkaup áskilja sér rétt til að breyta skilmálum þessum hvenær sem er. Gildandi skilmálar eru ávallt sýnilegir á vefnum www.hopkaup.is.