Algengar spurningar


Hvað eru Hópkaup?

Reglulega bjóða Hópkaup ný og spennandi tilboð á ótrúlegu verði. Markmið Hópkaupa er að tilboðin verði sem fjölbreyttust og höfði til sem flestra. Kaupkerfi Hópkaupa er afar aðgengilegt, einfalt og þægilegt í notkun.

Þarf ég að eiga kreditkort?

Nei, auk þess að greiða með greiðslukorti getur þú bæði greitt með Netgíró eða millifært á okkur. Magna Verslanir ehf. – kt.: 430910–0190 – banki 0322–26–003402

Hvernig virka Hópkaup?

Af hverju Hópkaup?

Ef ein eða fleiri af þessu fullyrðingum á við þig ertu á réttum stað. Hópkaup bjóða upp á fjölbreytt og spennandi tilboð á ótrúlegu verði fyrir þig.

Algengar spurningar – FAQ

1) Ég vil kaupa vöruna, hvernig fer ég að?

Það er einfalt. Þú smellir bara á KAUPA og setur inn þær upplýsingar sem þarf til að ganga frá greiðslu. Svo er bara að bíða og sjá hvort ekki bætist við kaupendur til að virkja afsláttinn. Auðvitað getur hjálpað til að mæla með tilboðinu við vini og vandamenn á Facebook, Twitter eða með tölvupósti. Því fleiri kaupendur, þeim mun líklegra að tilboðið verði virkt!

2) Þarf ég að finna fleiri kaupendur svo ég geti keypt vöruna?

Alls ekki. Þú þarft bara að smella á KAUPA og svo fylgjast með til að sjá hvort nægilega margir kaupa til að virkja afsláttinn. En ef þú mælir með tilboðinu við aðra eykur þú líkurnar á að fleiri nýti sér tilboðið og afslátturinn verði virkur.

3) Greiði ég fyrir vöruna um leið og ég hef smellt á KAUPA og staðfest greiðsluupplý­singar?

Nei. Greiðsla verður ekki skuldfærð af reikningnum þínum fyrr en tilboðinu lýkur og nægjanlegur fjöldi kaupenda hefur náðst.

4) Hvað ef kaupendur eru ekki nógu margir til að virkja afsláttinn?

Ef afsláttur virkjast ekki ganga kaupin til baka og greiðsla verður að sjálfsögðu ekki skuldfærð af reikningnum þínum.

5) Hvernig nálgast ég inneignarbréfið?

Við reynum í öllum tilvikum að hafa kaupin sem einföldust og öruggust. Inneignarbréf er alltaf sent til þín í tölvupósti og því mikilvægt að gefa upp rétt netfang. Það eina sem þú þarft að gera er að prenta bréfið út og sýna þjónustu- og/eða vörusalanum þegar þú leysir út það sem þú keyptir. Yfirleitt gildir tilboðið í 6–12 mánuði eftir kaup, en það kemur fram á inneignarbréfinu.

6) Hversu lengi gildir inneignarbréf til að leysa út vöru eða þjónustu?

Í texta með hverju tilboði og á inneignarbréfinu sjálfu koma alltaf fram upplýsingar um gildistímann. Yfirleitt gildir inneignarbréfið í 3 mánuði eftir kaup.

7) Hvernig ber ég mig eftir vörunni eða þjónustunni sem ég kaupi?

Á inneignarbréfinu koma fram upplýsingar um vöruna eða þjónustuna sem þú keyptir og hvar þú nálgast það sem þú keyptir.

8) Hvar finn ég upplýsingar um fyrirtækin sem selja viðkomandi vöru og þjónustu?

Hópkaup leitast við að skipta eingöngu við trausta og örugga aðila. Allar upplýsingar um hvar fyrirtækið er að finna koma fram á inneignarbréfinu auk þess að vera aðgengilegar á vefnum www.hopkaup.is.

9) Eru tilboðin bara til þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu?

Nei. Hópkaup leitast við að að bjóða sem fjölbreyttust tilboð frá fyrirtækjum um allt land. Þess vegna er alltaf tekið sérstaklega fram hvar fyrirtækið er staðsett.

10) Ef ég nota ekki alla upphæðina sem kemur fram á inneignarbréfinu, fæ ég afganginn endurgreiddan eða get ég notað hann í næstu Hópkaup?

Því miður. Inneignarbréf gildir aðeins einu sinni. Að gildistímanum loknum telst það fullnýtt. Ef þú notar ekki inneignarbréfið verður upphæðin ekki endurgreidd.

11) Get ég nýtt mér eldri tilboð?

Því miður. Ef Hópkaupum er lokið getur þú ekki keypt vöruna á því verði. Þess vegna mælum við með að þú kíkir á síðuna reglulega svo þú missir ekki af frábærum tilboðum.

12) Hvað gerist ef ég á inneignarbréf og fyrirtækið verður gjaldþrota?

Ef slíkt gerist munum við að sjálfsögðu endurgreiða þér þá upphæð sem þú greiddir fyrir vöruna.

13) Mig langar að bjóða vöru/þjónustu til sölu á hópkaup.is, hvernig fer ég að?

Þú einfaldlega hefur samband við okkur í síma 520 1030 eða með tölvupósti á samband@hopkaup.is.