FHD flatur leikjaskjár frá Twisted Minds - 100HZ (24" / 27")
Helstu eiginleikar:
|
|
|
Kristaltær upplausn
Skjárinn er með "Full HD" upplausn sem veitir fullkomið jafnvægi milli myndgæða og virkni tölvuleikjanna. Mörg grafíkkort ná að varpa leikjum í 1080p upplausn án þess að fórna rammafjölda
Endurnýjunartíðni
Endurnýjunartíðnin gefur til kynna hversu oft á sekúndu skjárinn endurnýjar myndina. 100Hz endurnýjunartíðni þýðir að skjárinn getur birt allt að 100 ramma á sekúndu sem skilar sér í mýkri hreyfingu á mynd og minna "motion blur".
Viðbragðstími
Viðbragðstíminn segir til um hraðann sem hver punktur á skjánum breytist úr einum lit í annann. 1ms viðbragðstími næst með sérstakri tækni og hjálpar til við að minnka "motion blur" í hröðum senum.
Fjölbreyttir tengimöguleikar
Skjárinn er með nokkra tengimöguleika og þar á meðal HDMI sem virkar vel fyrir leikjaspilun.