Sirkusnámskeið í Kaldárseli
***************************
/--html
\--
**Hvað er gert á Sirkusnámskeiði í Kaldárseli?**
Í sumar verðum við með sirkusnámskeið í Kaldárseli. Foringjarnir okkar munu njóta leiðsagnar þjálfara frá einum stærsta barna- og unglingasirkus Norðurlanda SIRKUS FLIK-FLAK frá Óðinsvéum. Þar verður gengið á stultum, hjólað á einhjólum ásamt æfingum á fjölbreyttum sirkusleiktækjum.
Á leikjanámskeiðinu í Kaldárseli fer fram hefðbundin sumarbúðadagskrá aðeins að deginum til. Þar er lögð áhersla á vináttu, kærleika og virðingu barnanna hvert fyrir öðru. Dagskráin er fjölbreytt m.a. leikir, útivist, stuttar ferðir um nágrennið og fræðsla um lífið og tilveruna út frá kristilegu sjónarmiði. Sérstök áhersla er á leiki og æfingar í sirkusleiktækjum s.s. einhjólum, stultum, jafnvægisleiktækjum, trúðagríni og öðrum sirkustengdum leikjum.
/--html
\--
**Hvernig komast börnin á námskeiðið**
Rúta fyrir leikjanámskeiðin leggur upp frá Lækjarskóla í Hafnarfirði kl. 8.00 en foreldrar sækja börnin daglega í Kaldársel kl. 17.00. Sirkussýning verður í lok hvers námskeiðs þar sem börnin sýna fjölskyldum sínum hvað þau hafa lært og fleira. Sýningin verður á föstudeginum kl. 16:00.
/--html
\--
**Um Kaldársel**
Sumarbúðirnar í Kaldárseli eru í hrauninu ofan við Hafnarfjörð. Þar er fjöldi hella og ævintýralegra staða sem vert er að skoða. Í Kaldárseli er skemmtilegt útivistar- og leiksvæði, meðal annars í hrauninu við skálann.
Hjá Kaldárseli rennur Kaldá sem gefur staðnum skemmtilegan svip og tækifæri til að vaða á hlýjum dögum eða sigla litlum duggum. Í næsta nágrenni við Kaldársel eru spennandi staðir, svo sem vinin Valaból, eldstöðin Búrfell, móbergsfjallið Helgafell, ýmsir hellar, skóglendi og önnur útivistarsvæði sem gaman er að skoða.
Í Kaldárseli eru stundaðar ýmsar íþróttir eins og: fótbolti, frjálsar íþróttir, brennibolti, borðtennis, körfubolti, krikket, skotbolti og að ganga á stultum. Þá er góður íþróttasalur til að leika og keppa í þegar illa viðrar úti. Í Kaldárseli er lögð áhersla á útiveru og gönguferðir.
[* http://www.hopkaup.is/upload/bil.jpg *]
[* http://www.hopkaup.is/upload/bil.jpg *]
**KFUM og KFUK**
KFUM og KFUK á Íslandi
Holtavegi 28
104 Reykjavík
Sími 588-8899
www.kfum.is
Opið 9:00 - 17:00 alla virka daga