Komdu með í einstaka dagsferð upp á Langjökul - næststærsta jökul Íslands! Ferðin hefst við Gullfoss. Við keyrum upp á jökulinn þar sem þú færð að upplifa víðáttuna og kyrrðina á eigin skinni. Á jöklinum bjóðum við upp á léttar veitingar - kakó, kleinur og íslenska rjómalíkjörinn Jökla. Einnig er í boði að fara á snjóþotu eða spila jöklagolf upp á jöklinum. Ferðin hentar jafnt einstaklingum, fjölskyldum sem og hópum, og gefur þér tækifæri til að kynnast Langjökli á öruggan og þægilegan hátt. Gjafabréf fylgir með öllum helstu upplýsingum og er hægt að fá bæði til útprentunar eða rafrænt.
Stálhella 2 221 Hafnarfjörður