Ógleymanleg jöklaferð á Langjökul með Sleipni Tours á sérstöku tilboðsverði!

 

Jöklaævintýri á stærsta jöklabíl í heimi!

Vertu með í einni af vinsælustu ferðum Sleipnis í ógleymanlegu ævintýri og upplifðu fegurð Langjökuls, næst stærsti jökull á Íslandi. jökull sem myndaðist fyrir mörg þúsund árum!

 

 

Frá efra bílastæði við Gullfoss förum við með þig að Langjökli þar sem þú getur horft á hrífandi landslag og hlustað á sérútbúinn lagalista með íslenskum tónlistarfólki.

 

Fróðir og reyndir leiðsögumenn fara með þig í töfrandi ferðalag samkvæmt dagskrá. Farið verður yfir grunnatriði jöklaþekkingar. 

 

Það sem bíður þín í spennandi jöklaferð: 

 •  3-4 tíma jöklaferð á Langjökul í einum af okkar risa Sleipnis trukkum. Dekk Sleipnis eru heilar 65 eða 78 tommur! 

 • Reynt leiðsögufólk er með jöklafræðslu og segir allskonar sögur. Leiðsögn fer fram á ensku. Flest okkar leiðsögufólk talar íslensku. Ef óskað er eftir leiðsögn á íslensku þá má senda email á info@sleipnirtours.is fyrir ferð og við reynum okkar besta að verða við því! 

 • Íslensk tónlist um borð - Það er í höndum leiðsögu fólksins hvaða íslensku lög eru spiluð, má biðja um óskalag? Já að sjálfsögðu! 

 • Kakó eða heitt te - Hafðu það notalegt á jöklinum með heitum drykk sem yljar þér um hjartað. 

 • Íslenskt brennivín og Kleinur - Fáðu íslenska menningu beint í æð. 

 • Snjóþotur - Snjór, snjór og meiri snjór upp á jökli. Renndu þér á snjóþotu/rassaþotu á jöklinum! 

 

 

Hvað er innifalið?

 • Loftkæling í farartæki

 • Wi-Fi um borð

 • Salerni um borð

 • Mannbroddar á staðnum

 • Snarl og drykkir

Vinsamlegast athugið

 • Almenningssamgöngur í nágrenninu

 • Ekki aðgengilegt fyrir hjólastóla

 • Ungbarnastólar ekki tiltækir

Hvað á að koma með?

 • Vatnshelda gönguskó og hlýja sokka

 • Grunn- og millilaga fatnað, föðurland

 • Vatnshelda og hlýja jakka

 • Hlýja húfu og hanska

 • Sólgleraugu. Sérstaklega á sumrin þar sem jökullinn endurspeglar mikið magn af sól

 • Myndavél (Við bjóðum einnig upp á faglega ljósmyndara sé þess óskað). Ekki hika við að nota #sleipniriceland og #sleipnirtours á samfélagsmiðlum.

 

 

Um tilboðið:

 • Gildir fyrir jöklaferð með Sleipnir Tours

 • Gildir frá 1. mars til 12. október 2023
 • Leiðsögumaður á staðnum

 • Allur nauðsynlegur öryggisbúnaður

 • Lengd ferðar: 3-4 klukkutímar

 • Brottfararstaður er á efra bílastæði við Gullfoss. Sleipnir er staðsettur á bílastæðinu á móti Gullfoss kaffihús.

 • Gott að vera mætt/ur á staðinn um 12:45.

 • ATH: Hægt að sjá lausa daga/tíma hér.
 • Farþegar þurfa að taka með sér: Hlý föt, góða gönguskó, regnheldan jakka og buxur, húfu og hanska.

 • 6 ára aldurstakmark

 • Þú getur sent póst á info@sleipnirtours.is fyrir bókanir og upplýsingar um lausar dagsetningar.
 
 

 

Ferðaáætlun

Brottfararstaður

Brottfararstaður er á efra bílastæði við Gullfoss. Sleipnir er staðsettur á bílastæðinu á móti Gullfoss kaffihús við veginn. Gott að vera mætt/ur á staðinn um 12:45.

Skoða kort

 

Grunnbúðir Geldingafells

Við keyrum á átta dekkja jöklarútunni Sleipni sem vísar í átta fóta hest Óðins í Norrænni goðafræði upp í grunnbúðirnar Geldingarfell. Þar getur þú undirbúið þig fyrir ævintýrið. Á leiðinni verður hægt að dást að töfrandi fegurð íslenska hálendisins.

 

Langjökull, næst stærsti jökull á Íslandi

Förinni er haldið á Langjökul sem er næst stærsti jökullinn á Íslandi. Farið verður yfir grunnatriði jöklaþekkingar með okkar reynda leiðsögufólki.

 

Geldingafell

Eftir ævintýrið á Langjökli förum við aftur til baka á Gullfoss. Gott er að slaka vel á í þægilegum sætum Sleipni á leiðinni til baka og hlusta á íslenska tónlist.  

 

Fundarstaður Gullfoss

Eftir spennandi ferð er kominn tími til að slaka á. :)

 

Gjafabréf

 

Nú er hægt að fá Hópkaupsbréfið sem fallegt gjafabréf og eingöngu merkt fyrirtækinu sem gjafabréfið gildir hjá. Þú getur nálgast gjafabréfið með því að smella á "Fá gjafabréf" inn á þínu svæði. þú getur svo einfallega prentað það út. Enginn biðtími.

 

 
Nú aðeins
13.789 kr. 22.853 kr.
Afsláttur
40%
Þú sparar
9.064 kr.
Valmöguleikar
Selt núna
28
Selt áður
149

Viltu fá áminningu áður en tilboðið rennur út?

Senda mér áminningu

 

Gildistími

Gildir frá 1. mars til 12. október 2023

 

Mikilvægar upplýsingar

Verð miðast við einn 

Enska: Það er mikilvægt að vita að leiðsögnin fer mest fram á ensku. Leiðsögufólk Sleipni Tours er að mestu íslensku mælandi, hægt er að fá leiðsögn á íslensku að hluta til. Best er að senda email fyrir ferðina ef vilji er á leiðsögn á íslensku. 

Brottfararstaður er á efra bílastæði Gullfoss. Rútan Sleipnis er staðsett á bílastæðinu gagnstæða við Gullfoss kaffihús. Það er best að vera á staðnum um 12:45 (12:45 PM)

Hægt að sjá kort af staðsetningu hér  

Ókeypis afpöntun ef þú afpantar bókun þína að minnsta kosti 24 klukkustundum fyrir brottför.

Þú getur sent póst á info@sleipnirtours.is fyrir bókanir og upplýsingar um lausar dagsetningar.

 

Brottfarir í boði:

ATH: Hægt að sjá lausa daga/tíma hér.

 

Gjafabréf

Nú er hægt að fá Hópkaupsbréfið sem fallegt gjafabréf og eingöngu merkt fyrirtækinu sem gjafabréfið gildir hjá. Þú getur nálgast gjafabréfið með því að smella á "Fá gjafabréf" inn á þínu svæði. þú getur svo einfallega prentað það út. Enginn biðtími.

 

Sleipnir Tours

Sími 565 4647

Heimasíða Sleipnir Tours

Fésbókarsíða Sleipnir Tours

Sendu póst!

 

Staðsetning

Stækka hér

Fyrirspurn