Pokemon og Minecraft snjallúr
Algjör snilldargjöf fyrir litla Pokemon og Minecraft aðdáendur. Þessi snjallúr eru fyrir börn á öllum aldri, en úrin eru með flottum snertiskjá og er hannað í anda Pokemon.
Úrin eru gerð sérstaklega með börn í huga. Þau tengjast ekki netinu, eru ekki með þráðlaust net, Bluetooth né aðra þráðlausa tækni. Fullkomin gjöf til að kynna barninu þínu fyrir snjalltækjum á einfaldan og öruggan máta.
Snjallúrin búa yfir fjölda möguleika og þar á meðal er “selfie” myndavél, myndaalbúm þar sem hægt er að skoða myndir og myndskeið, raddupptaka, reiknivél, vekjaraklukka, skrefamælir, fjölmargir leikir og einnig er hægt að breyta útliti úranna með því að velja fjölmarga bakgrunna.
Í úrinu er endurhlaðanleg rafhlaða og mælum við með að úrið sé hlaðið í 2 klukkutíma áður en það er notað í fyrsta skipti.
|
|
Um tilboðið:
|
SHARPER IMAGE
Sharper Image býður upp á það nýjasta í heimilisraftækjum, hátæknigræjum, snyrtivörum, ferðabúnaði og nýstárlegum lífsstílsvörum, hönnuð og smíðuð með nýjustu stílum og tækni.