Flottur galaxy stjörnuvarpi með fjarstýringu.

 

Ný uppfærsla af okkar langvinsælasta stjörnuvarpa er komin á markaðinn!

 

Við könnumst öll við stjörnuvarpa æðið sem hefur verið í gangi og gætum ekki skilið það betur. Þessir varpar hafa slegið í gegn hjá þeim yngri jafnt sem eldri þar sem um algjöra tímamótavöru er að ræða sem er frumlegri en flest annað í þessum dúr. Galaxy varpinn okkar hefur verið sá allra vinsælasti í þessum röðum og hefur núna verið uppfærður á það stig að enginn annar varpi getur slegið hann út, a.m.k ekki sem við höfum séð.

 

Núna hefur verið bætt við Bluetooth hátalara á hann svo hægt sé að spila tónlist í gegnum hann, lazerunum hefur verið skipt út fyrir sterkari, USB tengi er komið aftan á hann svo hægt sé að hlaða símann sinn á honum, grunnstykkið sem heldur honum uppi er mikið stöðugra þannig að hann á erfitt með að falla, tökkum hefur verið bætt á hann að aftanverðu ásamt volume takka svo hann sé ekki bundinn við fjarstýringuna ásamt því að fjarstýringin hefur verið endurhönnuð þar sem nokkrum fídusum ásamt BT hefur verið bætt við.

 

Þetta er ein af okkar signature vörum sem hafa selst í þúsunda tali og fengið einróma lof viðskiptavina. Við kynnum til leiks þriðju kynslóð af Galaxy stjörnvarpanum!

 

 

 

Skoðaðu myndbandið!

 

Upplýsingar:

 • Fjarstýring fylgir til að stjórna ljósadýrðinni og bluetooth (gengur fyrir x2 AAA batterýum (fylgja ekki)

 • Bluetooth hátalari á varpa

 • USB tengi að aftan til að hlaða símann sinn

 • Full HD upplausn á endurkasti

 • Margskonar stillingar á stjörnuvarpi og þoku

 • Færanlegur haus á geimfara - snúðu höfðinu í margar áttir til að breyta stefnu ljóskastsins

 • Sjálfkrafa slökkvari - dettu inn í draumalandið með stjörnubjart loftið fyrir ofan þig

 • Einstaklega róandi og slakandi fyrir allan aldur

 • Hentar vel fyrir samkomur, afmæli, karaókí kvöldið, deitið, barnaherbergið, stofuna, partýið, tónlistarkvöldið, brúðkaup, steggjun, gæsun og við gætum lengi haldið áfram

 • Gengur fyrir rafmagni - snúra fylgir

 • Börnin jafnt sem fullorðnir elska þennan!

 

 

 

 

 

JK vörur

Það má með sanni segja að JK vörur séu rekin með metnað og ástríðu. Miklum tíma er eytt í að finna réttu vörurnar á rétta verðinu þannig að hægt sé að bjóða viðskiptavinum besta mögulega verðið. Markmið okkar er að vera með vörur sem eru ekki á hverju strái og sumar hverjar jafnvel ekki til hérna heima. Raftækjamarkaðurinn á heimsvísu er stærri en fólk grunar og ótrúlegustu tól og tæki eru fundin upp á degi hverjum. 

Við reynum eftir okkar bestu getu að vera með puttann á þeim púlsi dag frá degi og þar af leiðandi bjóða upp á vörur sem tilheyra þekktum vöruflokkum, en eru um leið spennandi og öðruvísi.

 

Nú aðeins
9.990 kr.
Tilboði lokið
Selt núna
6
Selt áður
40
 
 
 
 
Vefverslun er opin allan sólarhringinn!
 

Mikilvægar upplýsingar

Varan er heimsend á höfuðborgarsvæðinu og afhendingartími er 2-3 virkir dagar. Kaupandi mun fá SMS skilaboð áður en pakkinn fer af stað. Á önnur póstnúmer er varan send á næsta pósthús kaupanda og er afhendingartíminn 2-4 virkir dagar. Sendingarkostnaður er 990 kr. og leggst ofan á verð vörunnar við kaup.

Fyrirspurn