Garðyrkjubækurnar Garðrækt í sátt við umhverfið og Heilbrigði trjágróðurs á aðeins 999 kr. stykkið.

Garðyrkjubækur

Garðrækt í sátt við umhverfið og Heilbrigði trjágróðurs

 

Garðrækt í sátt við umhverfið

Höfundur: Bella Linde og Lena Granfelt

 

Viltu rækta þínar eigin matjurtir og jafnframt leggja þitt af mörkum til umhverfisverndar? Það þarf ekki heila landareign til að rækta, lítill garður getur líka gefið mikið af sér.

Aukin umræða um sjálfbærni og uppruna matvæla hefur orðið ýmsum hvatning til að spreyta sig á matjurtarækt. Garðyrkja verður auðveldlega að skemmtilegu áhugamáli og lífsstíl: Það er spennandi að fylgjast með jurtunum gægjast upp úr moldinni og fátt jafnast á við matjurtir úr eigin ræktun.

Garðrækt – í sátt við umhverfið er fróðleiksnáma um hefðbundna og lífræna ræktun, hvað unnt er að rækta, hvar, hvenær og hvernig. Fjallað er um jarðveg og hvernig má næra hann og bæta, og undirstöðuatriði moltugerðar eru kennd. Sagt er frá ræktun á svölum, í matjurtabeðum og gróðurhúsum, og leiðbeint um alla skipulagningu ræktunar, sáningu, vökvun, umhirðu og uppskeru. Þá eru gefin góð ráð um geymslu matvæla úr garðinum, birtar uppskriftir og margt fleira áhugavert.

Halla Kjartansdóttir þýddi bókina og fjöldi sérfræðinga hefur lagað efni hennar að íslenskum aðstæðum.

 

 

 

 

Heilbrigði trjágróðurs

Höfundur: Guðmundur Halldórsson og Halldór Sverrisson

 

Heilbrigði trjágróðurs er aðgengileg og gagnleg handbók, ætluð þeim sem rækta tré sér til ánægju og nytja og öðrum sem hafa áhuga á náttúru Íslands. Hún bætir úr brýnni þörf því ýmsir nýir trjáskaðvaldar hafa borist til landsins á síðustu árum.

Í upphafi bókarinnar er vistkerfum skóga lýst, fjallað um áhrif ýmissa umhverfisþátta á vöxt og viðgang trjágróðurs og gerð almenn grein fyrir meinsemdum á trjám og runnum. Þá er farið ítarlega yfir helstu sjúkdóma og meindýr sem herja átrjágróður á Íslandi, um 70 tegundir alls, og skaðvöldunum lýst í máli og myndum. Í bókarlok er fjallað um varnar- kerfi trjáa og aðgerðir til að draga úr skaða á trjám.

Höfundarnir, Guðmundur Halldórsson skordýrafræðingur og Halldór Sverrisson plöntusjúkdómafræðingur, eru meðal virtustu vísindamanna á sínu sviði. Auk þeirra ritar Edda Sigurdís Oddsdóttir jarðvegslíffræðingur um skógarvistkerfið.

 

 

 

Nú aðeins
999 kr. 3.390 kr.
Tilboði lokið
Afsláttur
71%
Þú sparar
2.391 kr.
Valmöguleikar
Selt núna
34
Selt áður
88


Gildistími


Gildir frá 5. maí til 3. ágúst 2021.


Mikilvægar upplýsingar

 

Bækurnar eru sóttar í bókaabúð Forlagsins.

Opið alla virka daga frá kl: 10-18 og laugardaga frá kl: 11-16


Forlagið - Bókabúð

Fiskislóð 39 101 Reykjavík


Heimasíða Forlagsins 
Fésbókarsíða Bókabúð Forlagsins 

Staðsetning

 

Stækka kortið 

Fyrirspurn