Áttu stundum erfitt með að sofna?
Ástæður þess að við náum stundum ekki að sofa nógu vel eru af ýmsum toga en sjálfsagt er streitan sem fylgir nútíma lífsháttum ein aðalorsökin.
Góður svefn er mjög mikilvægur fyrir heilsuna bæði þá andlegu og líkamlegu. Rannsóknir sýna fram á að lélegur svefn getur valdið hinum ýmsu sjúkdómum:
Hann hefur áhrif á heilbrigði hjartans, getur valdið bólgum í líkamanum og of háum blóðþrýstingi. Hann hefur áhrif á efnaskiptin og getur valdið ójafnvægi í hormónabúskap líkamans, getur leitt til þyngdaraukningar ásamt svo mörgu öðru.
Við verðum oft uppstökk og orkulaus eftir slæman svefn og tengsl eru á milli þunglyndis og slæmra svefnvenja.
Með bættum og nægum svefni getum við aukið lífsgæði okkar. Við aukum einbeitinguna og komum meiru í verk, ónæmiskerfið styrkist, við minnkum líkurnar á sjúkdómum og lundin léttist.
Þetta litla tæki er sérstaklega hannað til að hjálpa fólki að öðlast betri og dýpri svefni en það getur líka hjálpað til með einbeitinguna yfir daginn.
Tækið notast við CES tækni sem örvar miðtaugakerfið og eykur orku.
Það örvar einnig framleiðslu melatóníns og serótóníns í miðheilanum.
Ef hægra heilahvelið er ráðandi þ.e. þú ert ekki örvhent eða örvhentur er líklegt að vinstra heilahvelið sé ráðandi og þá heldur þú á tækinu í lófa hægri handar með málmhlutann niður og sofnar vært út frá hátíðni slættinum í tækinu.
Þú getur einnig haft tækið við eyrnasnepil hægra eyra.
Þú heldur á tækinu í vinstri hendi ef þú ert einbeitingarlaus yfir daginn, finnur fyrir streitu og kvíða eða vantar baráttuandann.
Þeir örvhentu þar sem hægra heilahvelið er að líkindum ráðandi gera öfugt.
Tækið er nett, fer vel í hendi og slekkur sjálfkrafa á sér eftir 20 mínútur.
Það er einfalt í notkun, þú hleður það, kveikir á því og finnur þá stillingu sem þér finnst þægilegust.
Þegar þú notar það fyrir svefn er mælt með því að nota lægri stillingarnar en ef þú vilt vinna bug á einbeitingarskorti, kvíða og streitu getur hentað betur að nota hærri stillingarnar.
Tækinu fylgir usb snúra til að hlaða það.
BSV
BSV Netverslun leitast við að útvega viðskiptavinum sínum frábærar, skemmtilegar og nytsamar vörur á verði sem ekki hefur sést áður. Okkar markmið er að byggja upp fyrirtækið á velvild og trausti viðskiptavinarins með því að veita góða vöru á betra verði en gengur og gerist og veita auk þess góða þjónustu bæði til söluaðila okkar og kaupenda.
Við sendum vörur með pósti.
Markmið allra starfsmanna BSV er að þjónusta viðskiptavini sína sem best og bjóða gæðavörur á verði sem erfitt er að keppa við.