9D BreathWork er byltingarkennd öndunarmeðferð
Notast við sómatíska öndun sem er hámörkuð með nútíma hljóðtækni
9D BreathWork er byltingarkennd öndunarmeðferð (Transformational Breath Journey) sem notast við sómatíska öndun en áhrif hennar er hámörkuð með nútíma hljóðtækni til að ná þátttakendum dýpra inn í undirheim meðvitundarinnar. Þar sem margar lífskerðandi hugmyndir og trú um lífið & okkur sjálf hefur hreiðrað um sig, sem svo stýrir og takmarkar okkur ómeðvitað.
Hljóðtæknin felur í sér heilandi hljóðtíðnir meðal annars blandaða tvíheyrnartóna, ísókróníska heilatíðni, solfeggio hljóðtíðnir & 432Hz harmonic tuning í 9D vottuðum heyrnatólum.
9D öndunarmeðferðin virkar sem dáleiðsla á undirmeðvitundina og getur hún hjálpað þátttakendum að losa um hugsanir, viðhorf, hvatir, óskir og tilfinningar sem viðkomandi eru ekki meðvitaðir um að hafi áhrif á hegðun og líðan.
Þessari meðferð fylgir leiðsögn sem er unnin með Neuro-Linguistic Programming (NLP) tækni sem er byggð á þeirri hugmyndafræði að öll hegðun hafi ákveðið mynstur og að þetta mynstur sé hægt að tileinka sér, læra og breyta því. Með NLP er hægt að átta sig á sínu eigin mynstri og annarra. Hluti af NLP kemur frá rannsóknum á dáleiðslu og dáleiðslumeðferðum og því er dáleiðsla eitt af verkfærunum sem notað er í NLP. Þessi leiðsögn sem er unnin með NLP tækninni Í 9D ferðalögunum er notuð til að hámarka ásetning og árangur þátttakenda. Ásetningurinn getur hjálpað til við að koma þátttakendum ennþá dýpra inn á við og gert þeim kleift að losa sig úr fjötrum áfalla, opnað á nýja sýn og dýpri skilning á sjálfum sér og lífinu eftir að hafa losað um spennu og áföll úr kerfinu.
Unnið er með mismunandi markmið & ásetning í gegnum ólík ferðalög sem gefur þátttakendum færi á því að velja tíma sem eru sérsniðnir að þeirra þörfum.
Þetta eru einstök ferðalög sem sameina huga, líkama og sál, og eitthvað sem allir sem hafa áhuga á að bæta lífsgæðin sín og byggja sig upp verða að prófa og upplifa.
Um tilboðið
-
9D BreathWork öndunarmeðferð
- Gildir í eftirfarandi tíma: 3.okt, 17.okt, 31.okt, 14.nóv og 28.nóv
- Heimasíða Sjálfsins
-
Til að bóka tíma skal smella á hlekkinn: https://www.sjalfid.is/skraning-i-9d-hopkaup
-
Hafið Hópkaupsbréfið við hendina og setjið númerið á bréfinu inn þegar þið skráið ykkur.
GJAFABRÉF
Nú er hægt að fá Hópkaupsbréfið sem fallegt gjafabréf og eingöngu merkt fyrirtækinu sem gjafabréfið gildir hjá. Þú getur nálgast gjafabréfið með því að smella á "Fá gjafabréf" inn á þínu svæði. þú getur svo einfallega prentað það út. Enginn biðtími.
ATH. Gjafabréf gildir frá 4. júlí 2024 til 31. janúar 2025.
Sjálfið
Sjálfið er rekið af Söru Barðdal sem hefur ástríðu fyrir að hjálpa fólki í átt að heilbrigðara og hamingjusamara lífi.