4 vikna byrjendanámskeið í Aikido á aðeins 4.200 kr.(kostar 7.000). Aikido kennir sjálfsvörn, eykur styrk, þol, liðleika & bætir líkamsvitund. Vertu með í frábærum félagsskap!

4 vikna byrjenda námskeið í Aikido hefst 2. sept.

Aikido er japönsk bardagaíþrótt sem þróuð var snemma á 20. öldinni og hefur þá sérstöðu að það er ekki keppt í íþróttinni. Allir æfa saman óháð stærð, styrk, kyni og aldri. 4 vikna byrjendanámskeið í AIKIDO.

Aikikai Reykjavík býður upp á einstakt tilboð af 4 vikna byrjendanámskeið "Inngangur í Aikido", sem hefst 2. september. Aikido er japönsk sjálfsvarnarlist sem gengur út á það að leysa líkamlegan ágreining án þess að vera árásargjarn eða fjandsamlegur með því að nota orku andstæðingsins á móti honum. Aikido æfingar byggja upp styrk, liðleika og hreyfileika og henta ungum sem öldnum. 

 

Aikido er mjúk japönsk bardagalist með áherslu á sjálfsvörn!

Handlásar og kasttæknir eru einkenni aikido og æfa tveir og tveir saman þar sem annar gerir árás en hinn verst.  Í aikido er kraftur andstæðingsins nýttur til að yfirbuga hann þannig að stærð og styrkur skiptir ekki höfuð máli. Á byrjendanámskeiðinu er farið yfir 4 grunntækniatriði og kynnt hvernig hægt er að beita þeim í ýmsum aðstæðum.
Ný og kröftug byrjendanámskeið í Aikido með áherslu á:

  • Sjálfsvörn

  • Líkamsstöðu, liðleika og hreyfifærni

  • Styrkingu miðjusvæðis

  • Samvinnu og samskipti í gegnum líkamsbeitingu

Tímar:
Kvöldtímar: Mánudaga og miðvikudaga kl. 18:00–19:00
Staður: Námskeiðið er haldið í sal Aikikai Reykjavík í Ármúla 19Um Aikido:
Aikido er mjúk japönsk bardagalist með áherslu á sjálfsvörn. Handlásar og kasttæknir eru einkenni aikido og æfa tveir og tveir saman þar sem annar gerir árás en hinn verst. Í Aikido er kraftur andstæðingsins nýttur til að yfirbuga hann þannig að stærð og styrkur skiptir ekki höfuðmáli. Á byrjendanámskeiðinu er farið yfir 4 grunntæknir og kynnt hvernig hægt er að beita þeim í ýmsum aðstæðum. Einnig eru gerðar æfingar til að auka liðleika og bæta líkamsvitund þátttakenda. Aikikai Reykjavík hefur staðið fyrir kennslu í Aikido frá 1999. Aikido er skemmtileg og krefjandi íþrótt sem eykur styrk, þol og liðleika iðkenda auk þess að vera frábær félagskapur.

Aikikai Reykjavík er með glæsilega æfingaaðstöðu í Ármúla 19. Allar frekari upplýsingar á www.aikido.is

Nú aðeins
4.200 kr. 7.000 kr.
Tilboði lokið
Afsláttur
40%
Þú sparar
2.800 kr.
Seld tilboð núna
2

 

Gildistími

Gildir á valin námskeið. Námskeiðið hefst 2. september.


Mikilvægar upplýsingar

Nauðsynlegt er að senda tölvupóst með nafni og hvaða dagsetning er valin.

 

Aikikai Reykjavík

Ármúla 19

108 Reykjavík

Senda tölvupóst hér

Heimasíða Aikikai Reykjavík 

Við erum líka á Fésbókinni!

 

Staðsetning

Fyrirspurn