Spákonuhof á Skagaströnd býður upp á aðgang að sögusýningu um Þórdísi spákonu á aðeins 590 kr. (kostar 900 kr.).
Dularfull og fræðandi Sögusýning ***************************************** /--html
\-- **Um sýninguna** /--html
\-- Sýningin fjallar um Þórdísi spákonu sem er fyrsti nafngreindi íbúi Skagastrandar og var uppi á síðari hluta 10. aldar. Þórdís var kvenskörungur mikill og stóð jafnfætis helstu höfðingjum. Hennar er víða getið í Íslendingasögum, bæði lof og last, en kunnust er hún líklega fyrir að hafa fóstrað Þorvald víðförla, fyrsta íslenska kristniboðann. Miðpunktur sýningarinnar er afsteypa af Þórdísi framan við hús sitt. Eins er ævi hennar rakin á myndrænan hátt með refli sem prýðir veggi hofsins. Sýningin er full af fróðleik um spádóma og spáaðferðir framsett með lifandi leiðsögn. Gestir geta látið spá fyrir sér eða fengið lófalestur og börnin skoðað í gullkistur Þórdísar, þar sem ýmislegt leynist. /--html
\-- **Um Spákonuhof** /--html
\-- Spákonuhofið á Skagaströnd var opnað í júní 2011. Spákonuhofið er liður í sögu og menningartengdri ferðaþjónustu þar sem efniviðurinn er sóttur í söguna og er þar unnið með Þórdísi spákonu. Þá fá gestir að kynnast spádómum og spáaðferðum bæði að fornu og nýju. Í hofinu er að finna fjóra spáklefa sem hver og einn er innréttaður á sinn hátt allt eftir því hvers eðlis spáð er og þar geta gestir látið spá fyrir sér á margháttaðan máta. Hefur þessi spáþjónusta mælst mjög svo vel fyrir og er afar vinsæl. Í Spákonuhofinu er á skemmtilegan hátt blandað saman sögu spákonunnar og hún tengd við spár og spádóma.
Nú aðeins
590 kr. 900 kr.
Tilboði lokið
Afsláttur
34%
Þú sparar
310 kr.
Selt núna
2
**Opnunartími** /--html
\-- Júní - sept. Þriðjudaga - sunnudaga. kl: 13:00 – 18:00. Lokað á mánudögum /--html
\-- **Mikilvægar upplýsingar** /--html
\-- Gildir sem aðgangur fyrir einn. /--html
\-- Spákonuhof Oddagata 6 545 Skagaströnd Sími: 861 5089 / 452 2726
Fyrirspurn