Vöffluveisla fyrir fjóra hjá Fákaseli á aðeins 1.320 kr. (kostar 2.200 kr.). Eigðu notalega stund með fjölskyldunni á hlýlegu kaffihúsi aðeins 30 mín. frá Reykjavík.
Vöffluveisla fyrir fjóra í Fákaseli. ********************* /--html
\-- **Um tilboðið** Ein vaffla á mann með rjóma eða ís ásamt sultu eða sýrópi. /--html
\-- **Kaffihúsið í Fákaseli** er hlýlegt og notalegt kaffihús milli Hveragerðis og Selfoss. Tilvalið að taka bíltúr úr Reykjavík og njóta andrúmsloftsins í sveitinni. /--html
\-- **Veitingastaðurinn í Fákaseli** býður upp á fjölbreyttan matseðil þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Umhverfi staðarins skapar stemningu sem er engu lík og eru t.a.m. innréttingar allar sérsmíðaðar fyrir staðinn til að ná fram réttum hughrifum í Fákaseli. Við höfum sett saman girnilegan matseðil og markmiðið er að bjóða alltaf upp á sem ferskasta hráefnið. Ásamt hefðbundnum matseðli bjóðum við einnig upp á sérstakan hádegismatseðil og barnamatseðil. /--html
\-- **Brunch allar helgar í Fákaseli** Ljúffengur Brunch í boði alla laugardaga og sunnudaga frá kl. 10-14. Amerískar pönnukökur, beikon, ommiletta, nýbakað brauð, ostar, graflax, aioli sósa, ávextir og grísk jógúrt í rabarbarasúpu á einungis 2.390 kr. /--html
\-- **Heimsókn á hestabúgarð** Í Fákaseli gefst gestum kostur á að kynnast íslenska hestinum í návígi undir leiðsögn starfsfólks staðarins. Boðið er upp á heimsókn í hestagarð þar sem allt iðar af lífi. Farið er yfir ýmislegt sem snýr að umhirðu og þjálfun íslenska hestsins og gestum er gefinn kostur á að hitta reiðmenn úr sýningunni Legends of Sleipnir. Að lokum er kynningarmynd um íslenska hestinn á risaskjá í reiðhöllinni þar sem farið er yfir einstaka hæfileika íslenska hestsins. Heimsóknir í hesthúsið eru í boði alla daga, á hálftímafresti frá kl. 10-17. [* http://www.hopkaup.is/upload/bil.jpg *]
[* http://www.hopkaup.is/upload/bil.jpg *] Heimsókn í hestagarðinn í Fákaseli er í senn skemmtileg upplifun og fræðandi fyrir alla fjölskylduna. Í Fákaseli starfa fjölmargir af okkar reyndustu hestamönnum þannig að gestir fá að upplifa íslenska hestinn í sínu náttúrulega umhverfi á sama tíma og búið er að setja upp glæsilega aðstöðu sem gerir heimsóknina enn ánægjulegri. [* http://www.hopkaup.is/upload/bil.jpg *] Upplifun sem skilur eftir sig fróðleik og gleði. Í Fákaseli er góð aðstaða fyrir gesti en þar er að finna veitingastað þar sem boðið er upp á Bistro matseðil yfir daginn en hópmatseðil í tengslum við sýningarnar. Auk þess er áhugaverð verslun á staðnum fallega versun með mikið af fallegri íslenskri hönnun t.d. Farmers, Feld, Lín design, 66 norður. Einnig er Fákasel með marga íslenska handverksmenn sem prjóna listafallegar lopapeysur, vettlinga og húfur og falleg tréleikföng fyrir börn. Fákasel er að auki með Iittala, housedoctor, fallegu stígvelin og regnkápur frá Aigle. Ýmsar uppákomur eru skipulagðar í Fákaseli en þar mætti nefna Meistaradeild í hestaíþróttum, stóðhestasýningar, fyrirtækjahátíðir, veislur og aðrir mannfögnuðir. Ljóst er að Fákasel er áhugaverður og skemmtilegur staður að heimsækja fyrir alla fjölskyldumeðlimi allan ársins hring. [* http://www.hopkaup.is/upload/bil.jpg *]
Nú aðeins
1.320 kr. 2.200 kr.
Tilboði lokið
Afsláttur
40%
Þú sparar
880 kr.
Selt núna
51
**Gildistími** /--html
\-- Gildir frá 20. júní til 19. september 2015. /--html
\-- **Mikilvægar upplýsingar** /--html
\-- Opið alla daga frá kl. 10-22 /--html
\-- Fákasel er aðeins í 30 mínútna fjarlægð frá Reykjavík. /--html
\-- **Fákasel** Ingólfshvoll 816 Ölfus www.fakasel.is Sími: 483-5050
Fyrirspurn