Allar fjórar bækurnar um Kamillu vindmyllu og ævintýri hennar á aðeins 3.690 (kostar 10.496) Stórskemmtilegar bækur fyrir börn og unglinga.
Allar fjórar bækurnar í bókaseríunni um Kamillu Vindmyllu ************* Aðalhlutverkin í bókunum um Kamillu:
**Kamilla Íris Hörpudóttir Thomsen,** betur þekkt sem Kamilla Vindmylla, er sniðug stelpa sem þrammar sínar eigin leiðir í lífinu. Hún velur ekki alltaf auðveldustu leiðirnar og stundum þyrfti hún helst á jarðýtu að halda til að þramma áfram veginn. Hún er engu að síður ákaflega blíð og ein besta vinkona sem völ er á í allri búðinni. Hún er málglöð í meira lagi og það kemur fyrir að annað fólk þarf að flýja orðastorminn sem hún sendir frá sér. Viðurnefnið Vindmylla hlaut hún einmitt út af þessari náðargáfu. Uppáhalds liturinn hennar er röndóttur með stjörnum og hún borðar ekki banana enda handviss um að sá ávöxtur sé ekkert annað en dulargervi fyrir köngulær.
**Jakob** er besti vinur Kamillu og þau hafa staðið saman í gegnum þykkt og þunnt svo árum skiptir. Hann hefur sérstaklega gaman af öllu óútskýranlegu en er þó handviss um að geimverur úr samliggjandi víddum standi á bak við allt sem fer úrskeiðis. Geimverur eða draugar. Eða geimverudraugar.
**Katla og Kamilla** voru einu sinni óvinkonur. Atburðarásin í fyrstu bókinni varð þó til þess að þær þurftu að grafa stríðsöxina. Þær höfðu síðan engan áhuga á að grafa hana upp aftur þegar bókinni var lokið því þær áttuðu sig á því að báðum líkaði hin skrambi vel. Katla er kattliðug og eldsnögg þannig að allar íþróttir eru hennar ær og kýr. Ær og kýr heilla hana hins vegar ekki neitt.
**Anton** er ekkert sérlega snöggur. Hvorki í höfðinu né skrokknum en hann er þó nautsterkur og fróður um það sem vekur áhuga hans sérstaklega. Hann er til dæmis mjög flinkur í að slappa af og láta hugann reika. Anton og Katla voru erkióvinir þeirra Kamillu og Jakobs en það breyttist allt þegar þau þurftu að sameinast gegn stærri ógn. Líkt og Katla þá er Anton fyrir löngu búinn að gleyma stríðsöxinni.
**Felix** var hrokafullur einfari þar til hann kynntist Kamillu og hinum krökkunum. Núna er hann bara hrokafullur. Hann hefur svakalega greindarvísitölu og er svakalega meðvitaður um það. Fyrir utan greindarvísitöluna sína þá þykir honum vænst um hárgreiðsluna sína sem hann gætir líkt og hún sé síðasta hárgreiðslan í öllum heiminum. Hann fær martraðir þar sem hann er sköllóttur. Hann vinnur því reglulega að sérstakri leyniformúlu sem á að lengja líftíma hárgreiðslna út í hið óendanleg /--html
\-- Um bækurnar: **************** /--html
\-- **Kamilla Vindmylla og bullorðna fólkið (bók 1)**
Dularfullur geisli ferðast um borgina að næturlagi og í kjölfarið gerast einkennilegir hlutir. Svo einkennilegir að kannski ætti frekar að kalla þá tuttuogsjökennilega.Kamilla Vindmylla er ellefu ára stelpa sem neyðist til að taka þessa tuttuguogsjökennilegu hluti í sínar eigin hendur, enda er ómögulegt að taka hlutina í hendurnar á einhverjum öðrum því þá þyrfti maður fyrst að taka sjálfar hendurnar af einhverjum öðrum og það væri ekki bara ókurteisi heldur líka sóðalegt. Í þessari bók hittum við líka vísindamanninn Elías Emil, Úlf og Uglu sem eru ákaflega sérstök gæludýr, ungsnillinginn Felix, ógrynnin öll af súkkulaðikexi og fullorðið fólk sem fer að haga sér allt öðruvísi en vanalega. Geta þau haldið áfram að vera vinir? **Um bókina** -Innbundin bók -Höfundur : Hilmar Örn Óskarsson -Útgáfuár: 2012 -143 bls /--html
\-- **Kamilla Vindmylla og leiðinn úr Esjunni (bók 2)**
„Leiðindin eru á leiðinni,“ heyrist tuldrað úr iðrum Esjunnar. Hvað er hægt að gera þegar fólk tekur upp á því að verða leiðinlegt með eindæmum? Kamillu Vindmyllu finnst það alls ekki dæmigert og eiginlega alveg dæmalaust ef út í það er farið. Sérstaklega þegar hún tekur eftir leiðindum í sínu eigin fari og í fari vina sinna. Hin rækilega hressa Kamilla Vindmylla býst því til varnar ásamt félögum sínum og hinum sérvitra Elíasi Emil gegn glænýrri ógn sem ætlar sér að eyða allri gleði, hvar svo sem hún kann að finnast.
**Um bókina** -Innbundin bók -Höfundur : Hilmar Örn Óskarsson -Útgáfuár: 2013 -192 bls /--html
\-- **Kamilla Vindmylla og svikamillurnar (bók 3)**
Hin málglaða Kamilla Vindmylla er mætt aftur og þarf í þessari þriðju bók að kljást við algjörlega nýtt vandamál. Vandamál sem er furðulegt og framandi þó hún þekki það jafn rækilega og sína eigin spegilmynd. Til allrar hamingju eru vinir hennar ekki langt undan þegar gamall andstæðingur mætir með liðsauka sem er engu líkur – og þó …
-Innbundin bók -Höfundur : Hilmar Örn Óskarsson -Útgáfuár: 2014 -142 bls /--html
\-- **Kamilla Vindmylla og unglingarnir í Iðunni (bók 4)**
Milla Mylla er mættust í sinni fjórðu bók ásamt félögum sínum og fjögur hundruð fimmtíu og níu sporðdrekum. Hvernig bregðast krakkarnir við þegar Karítas, stóra systir hennar Kötlu, fer að haga sér líkt og hún eigi helst heima í japanskri hryllingsmynd? Þeir sem þekkja Millu vita að hún er iðulega í alls konar vandræðum en þó aldrei jafn iðulega og einmitt núna. -Innbundin bók -Höfundur : Hilmar Örn Óskarsson -Útgáfuár: 2015 -138 bls
/--html
\-- **Bókabeitan** Við hjá Bókabeitunni, Marta Hlín og Birgitta Elín, erum meistarar í náms- og kennslufræðum með íslensku og íslenskukennslu sem sérgrein. Í kennaranáminu beindist áhugi okkar fljótlega að bókmenntakennslu og undanfarin sex ár höfum við því legið yfir íslenskum bókmenntum okkur til ómældrar ánægju og yndisauka. /--html
\-- Við skrifuðum saman B.Ed. ritgerðina Bókabeitan árið 2009 og unnum hvor sína M.Ed. ritgerðina um bókmenntakennslu árið 2011; annars vegar á miðstigi grunnskóla og hins vegar á unglingastigi. Áhersla beggja var á að nota mætti meira af barna- og unglingabókum við kennslu barna og unglinga. /--html
\-- Helstu niðurstöðurnar rannsóknar- og undirbúningsvinnu fyrir M.ed. ritgerðirnar voru þær að besta leiðin til að efla yndislestur barna og unglinga væri að láta þau hafa spennandi og skemmtilegar bækur. Ekki síst að börn og unglingar hafi eitthvað um það að segja hvað þau lesa sér til ánægju. Val er lykilatriði í að efla lestraráhuga. /--html
\-- Þetta eru nokkrar af ástæðunum fyrir því að árið 2011 ákváðum við að stofna bókaútgáfu sem hefur það að markmiði að efla bóklestur barna og unglinga með útgáfu á gæðaefni sem beint er sérstaklega að þessum hópi.
Nú aðeins
3.690 kr. 10.496 kr.
Tilboði lokið
Afsláttur
65%
Þú sparar
6.806 kr.
Selt núna
7
/--html
\-- **Gildistími** /--html
\-- Gildir frá 16. maí til 30. ágúst 2017. /--html
\--
/--html
\-- **Varan er sótt í Gamestöðina Kringlunni** /--html
\--
Gamestöðin er á 3 hæð við hliðina á Kringlubíó /--html
\-- **Opnunartímar Gamestöðvarinnar** mán-mið 10:00 - 18:30 Fim: 10:00 - 21:00 Fös: 10:00 - 19:00 Lau: 10:00 - 18:00 Sun: 13:00 - 18:00 /--html
\-- **Gamestöðin** Kringlunni 4-12 103 Reykjavík /--html
\--

Staðsetning

"Stækka kortið .{target:_blank}":https://goo.gl/maps/6Yo4o7QVumL2
Fyrirspurn