Árskort í Veggsport – skvass og heilsurækt á aðeins 35.940 kr. (kostar 59.900 kr.). Holl hreyfing allt árið.
Árskort í veggsport – skvass og heilsurækt á aðeins 35.940 kr. **Líkamsræktarstöðin Veggsport** var stofnuð árið 1987 af þeim Hafsteini Daníelssyni og Hilmari Gunnarssyni. Hafsteinn og Hilmar höfðu kynnst skvassi erlendis og fannst grundvöllur til að bjóða upp á slíkt sport hérlendis. Áður en Veggsport var stofnað var enginn staður sem bauð upp á aðstæður til að iðka skvass. Upphaflega var Veggsport til húsa í gamla Héðinshúsinu og var einungis boðið upp á skvass og rakketball í 5 sölum. Síðar voru reistir tveir salir til viðbótar í réttri stærð þar sem þeir fyrstu uppfylltu ekki skilyrði um staðlaða stærð skvassvalla. Árið 1992 flutti Veggsport í húsakynnin þar sem það er í dag, að Stórhöfða 17 við Grafarvog þar sem voru fimm skvassvellir í fullri stærð og einn rakketball-völlur. Árið 1995 fór Veggsport einnig að bjóða upp á tækjasal til almennrar líkamsræktar. Í dag hefur þjónustan breyst mikið. Boðið er upp á fjóra skvassvelli og starfsemin í kringum þá er mikil þar sem mörg mót eru haldin á ári hverju í Veggsport. Árlegt Íslandsmeistaramót er haldið í Veggsport og einnig hafa verið haldin alþjóðleg mót og má þar nefna Norðurlandamót og Evrópuleika Smáþjóða. **Opnunartímar** Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 6:30 - 21:50 Föstudaga frá kl. 6:30 - 20:30 Laugardaga frá kl. 9:00 - 16:00 Sunnudaga frá kl. 10:30 - 16:00 **Veggsport** Stórhöfða 17 110 Reykjavík ("kort":http://ja.is/kort/#q=index_id%3A218395&x=363168&y=405913&z=10&type=aerial) Sími : 577 5555 Netfang : veggsport@veggsport.is Vefsíða : www.veggsport.is
Nú aðeins
35.940 kr. 59.900 kr.
Tilboði lokið
Afsláttur
40%
Þú sparar
23.960 kr.
Seld tilboð núna
71
Gildir frá 23. ágúst 2011 til og með 1. október 2011. Kaupandi hefur til 1.okt að virkja kortið , sem svo gildir í eitt ár.
Fyrirspurn