❤ Unaðslegur kvöldverður með fordrykk á Rauða húsinu á aðeins 2.875 kr. á mann (kostar 5.750 kr.). Eigðu frábæra kvöldstund með þeim sem þér þykir vænt um!

Aðalréttur og freyðivínsglas við komu á Rauða húsinu

- Hægt er að velja um þrjá aðalrétti 

Dásamleg stund í rómantískri sveitasælu í góðum félagsskap! ❤ 

 

 

 

 

 

Um tilboðið

  • Freyðivínsglas fylgir kvöldverðinum

  • Gildir fyrir einn

  • Hægt er að velja um þrjá aðalrétti:

    • LAMB: lambafille, sellerírót, rósakál, smælki, rauðivínssósa

    • ÞORSK: pönnusteiktur þorskur, fennel, laukur, blómkál, kartöflur, hvítvínssósa

    • HNETUSTEIK: blómkál, laukur, gulrætur, tómatar, kartöflur

 

 

 

 

Um Rauða húsið

Rauða Húsið var um tíma í gamla skólahúsinu á Eyrarbakka. Þann 14. maí 2005 flutti veitingastaðurinn yfir í hús að Búðarstíg 4 á Eyrarbakka, sem lengst af hefur verið kallað Mikligarður.

 

Guðmunda Nielsen byggði elsta hluta Rauða Hússins, veitingastofuna á fyrstu hæð, sem verslun árið 1919. Guðmunda var fjölhæf kona, organisti, kórstjóri, tónlistarkennari og tónsmiður auk þess að vera mjög virk í félagsmálum, m.a. í Kvenfélagi Eyrarbakka. Hún lærði verslunarfræði í Kaupmannahöfn áður en hún opnaði verslun sína hér, Guðmundubúð, sem þótti ein glæsilegasta verslun austan fjalls á sinni tíð.

 

Sjálf bjó Guðmunda hins vegar í Húsinu, sem nú hýsir Byggðasafn Árnesinga og stendur hér rétt fyrir austan kirkjuna. Húsið var reist árið 1765 þegar dönskum kaupmönnum var leyft að búa hér á landi yfir veturinn. Húsið varð snemma miðstöð blómstrandi menningar og listalífs hér við ströndina, enda komu erlend menningaráhrif fyrst að landi hér á Eyrarbakka, sem var stærsti verslunarstaður landsins um aldir. Hér átti biskupsstóllinn í Skálholti einnig sína höfn og gerði héðan út sín skip. Örlög þúsunda Íslendinga réðust með þeim margvíslegu tíðindum sem bárust með Bakkaskipi.

 

Árið 1955 var byggð hæð ofan á húsið, en frá 1957 var umfangsmikil framleiðsla á einangrunarplasti og einöngruðum hitaveiturörum í Miklagarði undir merkjum Plastiðjunnar Eyrarbakka hf. og 1960 var síðan stór viðbygging reist norðan megin.

 

RAUÐA HÚSIÐ - BÚÐARSTÍG 4 - 820 EYRARBAKKA - BÓKUNARSÍMI: 483 3330. raudahusid@raudahusid.is

 

 

Nú aðeins
2.875 kr. 5.750 kr.
Tilboði lokið
Afsláttur
50%
Þú sparar
2.875 kr.
Valmöguleikar
Selt núna
225

 

Gildistími

Gildir frá 13. febrúar til 13. maí 2019.

 

Mikilvægar upplýsingar


Opnunartími

17:00-21:00 mið-fös 

12:00-21:00 lau-sun 

Lokað á mánudögum

Munið að bóka tímanlega!

Sími: 483 3330

Hægt er að senda tölvupóst hér

 

Hægt að fá sem gjafabréf

 

RAUÐA HÚSIÐ

BÚÐARSTÍG 4

820 EYRARBAKKA

 

Heimasíða Rauða hússins

Við erum líka á Fésbókinni 

 

Staðsetning

Stækka kort

 

 

Fyrirspurn