Njóttu sveitasælu á Adventure Hótel Hofi, ein nótt fyrir tvo og 2ja rétta kvöldverður, aðeins 9.750 kr. á mann. F/ tvo 19.500 kr. (kostar 32.500 kr.).

Njóttu náttúrunnar á Adventure Hótel Hof (Öræfasveit)

Gisting f/ tvo, morgunverður & tveggja rétta kvöldverður! 

 

Hof-1 Hótel í Öræfum er í einni fegurstu og sérkennilegusta sveit á Íslandi,  „Sveitinni milli sanda“.  Yfir gnæfir Öræfajökull, framundan breiðir Skeiðarársandur úr sér, þjóðgarðurinn í Skaftafelli er örskammt frá og austur undan er stutt í töfraheim Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi og að friðlandi fugla í Ingólfshöfða.

 

Í faðmi þessarar ægifögru náttúru kappkostum við hjá Hof 1 hótel að bjóða persónulega þjónustu í fyrsta flokks gistingu og veitingaaðstöðu. Hof 1 Hótel er opið allt árið. Nýtt sveitahótel á gömlum grunni Hof 1 Hótel er í sambýli við hina gömlu torfkirkju í Öræfasveit í töfrandi umhverfi miðsvæðis í sveitinni. Hótelið er að hluta í byggingum sem upphaflega voru reistar sem fjárhús og hlaða en sem hafa nú gengið í endurnýjun lífdaga sem vinaleg gisting með persónulega þjónustu.

 

Um tilboðið

  • Innifalið:
  • Gisting fyrir tvo á Adventure Hótel Hof. Double /Twin með baðherbergi. 
  • Morgunverður fyrir tvo
  • Tveggja rétta kvöldverður fyrir tvo  
  • Ferðatímabil frá 3. janúar til 31. maí 2020.

Um Adventure Hótel Hof

  • Alls eru 46 herbergi á Hof 1 Hóteli. 
  • Gestamóttaka
  • Innréttuð baðstofa (spa) með stórum heitum potti, gufubaði, sturtum og hvíldaraðstöðu. 
  • Veitingastaður og morgunverðarsalur
  • Opið allt árið.

 

 

 

Hof-1 Hótel í Öræfum

er í einni fegurstu og sérkennilegusta sveit á Íslandi,  „Sveitinni milli sanda“.  Yfir gnæfir Öræfajökull, framundan breiðir Skeiðarársandur úr sér, þjóðgarðurinn í Skaftafelli er örskammt frá og austur undan er stutt í töfraheim Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi og að friðlandi fugla í Ingólfshöfða. Í faðmi þessarar ægifögru náttúru kappkostum við hjá Hof 1 hótel að bjóða persónulega þjónustu í fyrsta flokks gistingu og veitingaaðstöðu. Hof 1 Hótel er opið allt árið. Nýtt sveitahótel á gömlum grunni Hof 1 Hótel er í sambýli við hina gömlu torfkirkju í Öræfasveit í töfrandi umhverfi miðsvæðis í sveitinni.

 

Hótelið er að hluta í byggingum sem upphaflega voru reistar sem fjárhús og hlaða en sem hafa nú gengið í endurnýjun lífdaga sem vinaleg gisting með persónulega þjónustu. Innan dyra er fátt sem minnir á fyrri starfsemi. Flísalögð gólf og smekklegar innréttingar með leðurhúsgögnum eru til vitnis um að hér snýst starfið ekki lengur um að fóðra sauðfé, heldur að þjóna ferðamönnum sem eiga skilið það besta. Alls eru 46 herbergi á Hof 1 Hóteli. Þegar komið er inn blasir við notaleg gestamóttaka með stórri setustofu og rúmgóðri veitingastofu og er allt sameiginlegt rými og gistiherbergi ríkulega skreytt listaverkum. Á neðri hæð hefur verið innréttað baðstofa (spa) með stórum heitum potti, gufubaði, sturtum og hvíldaraðstöðu. Auk 8 herbergja sem eru staðsett í gömlu hlöðunni eru 16 herbergi í nýrri viðbyggingu. Þá eru fjögur smáhýsi, hvert með tveimur herbergjum auk 6 herbergja í gömlu skólahúsi sem í daglegu tali er kallað þinghúsið.

 

 

Veitingar í veitingastofu bjóðum við morgunverð og kvöldverð úr fyrsta flokks hráefnum og leggjum áherslu á fáa en vel valda rétti, saltfiskssteikur frá Eðalfiski í Hauganesi, eldissilung úr sveitinni og sérvalið lambakjöt frá Kjarnafæði á Akureyri auk kjúklinga og grænmetisrétta. Á undan aðalrétti bjóðum við súpu kvöldsins með heimabökuðu brauði og á eftir aðalrétti er kaffi og eftirréttir. Við bjóðum upp á léttvín með mat. Auk þess bjóðum við upp á snafsa, bjór og gosdrykki. Gestir geta pantað nestispakka að kvöldi fyrir náttúruskoðunar- eða gönguferðir daginn eftir. 

 

Arctic Adventures

Arctic Adventures hóf starfsemi árið 1983 með sölu flúðasiglinga í Þjórsá og síðar í Hvítá. í dag býður fyrirtækið uppá allskyns afþreyingu um allt land eins og jet bátsferðir, snjósleðaferðir, flúðasiglingar, hvalaskoðunarferðir, jöklaferðir, skoðunarferðir, gönguferðir, köfunarferðir ásamt því að vera ferðaskipuleggjandi.

 

Gildistími

Gildir frá 3. janúar til 31. maí 2020

 

Mikilvægar upplýsingar

Verð miðast við tvo 

 

Ath - Síðasti dagur til að versla tilboðið og fá gjafabréf er liðinn. Kaupendur fá hópkaupsbréf við kaup.

 

Adventure Hótel Hof

Sími:  478 2260

Netfang: hof@adventures.is

Heimasíða Adventure Hótel Hof 

 

Staðsetning

Stækka hér

Nú aðeins
19.500 kr. 32.500 kr.
Tilboði lokið
Afsláttur
40%
Þú sparar
13.000 kr.
Seld tilboð núna
18

 

Gildistími

Gildir frá 3. janúar til 31. maí 2020

 

Mikilvægar upplýsingar

Verð miðast við tvo 

 

Ath - Síðasti dagur til að versla tilboðið og fá gjafabréf er liðinn. Kaupendur fá hópkaupsbréf við kaup.

 

Adventure Hótel Hof

Sími:  478 2260

Netfang: hof@adventures.is

Heimasíða Adventure Hótel Hof 

 

Staðsetning

Stækka hér

Fyrirspurn