Hvað er Netgíró

1. Örugg verslun
Þú þarft aldrei að gefa upp viðkvæmar upplýsingar til netverslana og þar af leiðandi taka kaupin minni tíma. Að nota Netgíró er því öruggur og þægilegur verslunarmáti á netinu.

2. Fáðu vörurnar áður en þú greiðir
Í venjulegri verslun hefurðu yfirleitt tækifæri til að skoða og snerta vöruna áður en greitt er. Okkar trú er sú að þetta ætti ekki að vera öðruvísi á netverslunum. Þess vegna færðu vöruna alltaf áður en greitt er ef þú kaupir með Netgíró.

3. Borgaðu – hvernig sem þú vilt
Öll erum við mismunandi. Greiðslumáti sem hentar einum hentar kannski ekki öðrum. Þess vegna bjóðum við upp á mismunandi greiðslumöguleika, þú velur það sem hentar þér best. Með Netgíró færðu alltaf 14 daga greiðslufrest.

Hvernig virkar Netgíró á Hópkaup.is

  • Í fyrsta skipti sem þú notar Netgíró ferð þú á örugga greiðslusíðu Netgíró.
  • Að því loknu er þér vísað tilbaka á Hópkaup.is.
  • Eftir það er nóg að vera innskráður á Hópkaup og velja Netgíró til að ganga frá greiðslu.

Hvað kostar að nota Netgíró?

Netgíróreikningur er þægilegur og öruggur greiðslumáti. Notendur Netgíró fá alltaf 14 daga greiðslufrest. Fast tilkynningar- og greiðslugjald leggst ofan á öll kaup, 95 kr. fyrir kaup undir 3.000 kr. en 195 kr. fyrir kaup yfir 3.000 kr.
Sé greitt innan 14 daga leggjast engir vextir á upphæðir og er þessi leið því með öllu vaxtalaus.